Fáfræði fræðimanna

Það lítið orðið að marka prófessora sem sjá ekkert annað en spenana í Brussel. Að hlaupa frá krónunni yfir í evru er lítið annað en að fara frá einu fiat money kerfi yfir í annað. Þá er efnahagslegur baggi ESB gífurlegur. Hægt hefur mjög á fjölgun ungs fólks innan sambandsins sem taka á við gífurlegum skuldbindingum m.a. eftirlaunaþega.

Þó svo allt viðrist stefna í stærri og færri gjaldmiðlasvæði í dag er alls ekkert öruggt að sú verði raunin í framtíðinni. Þá bendir þessi annars ágæti prófessor ekki á aðrar leiðir í gjaldmiðlamálum s.s. upptöku einhvers konar hrávörufótar eða einhliða upptökur.

ESB blætið margra fræðimanna er illa ígrundað og oft á tíðum illa rökstutt. Innganga hefur óneytanlega þær afleiðingar að Íslendingar þurfa að færa alla sína ákvörðunartöku til Brussel  sem verður æðsta löggjafar og dómsvald landsins auk þess að fara með framkvæmdarvald á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ýmissa stjórnmálamanna og fræðimanna um Brussel valdið skýtur upp í kollinn varnaðar orð Friedmans: „Concentrated power is not rendered harmless by the good intentions of those who create it

Það er skoðun höfundar að vald og ákvörðun um beitingu valds eigi að vera eins nálægt einstaklingum eins og kostur er.


mbl.is Segir Íslendinga þurfa á ESB að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. Hugmyndafræði þín er barnaleg og hefur allsstaðar og alltaf brugðist þegar á hana hefur reynt.

Bæ.

Sannleikurinn (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 17:47

2 identicon

Góð röksemdafærsla hjá síðasta ræðumanni, eða.

Landið (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 18:21

3 identicon

Ég hef aldrei heyrt þennan mann færa rök fyrir því sem hann heldur fram.  Það er því fjarstæðukennt að vera að kynna hann sem einhvern fræðimann eða prófessor í hagfræði.   Betra væri að kynna hann sem mann með illa ígrundaðar skoðanir.

Jóhann (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 23:18

4 identicon

Sannleikurinn þarf ekki að rökstyðja mál sitt. Sannleikurinn blasir við þeim sem vilja sjá hann.

Sannleikurinn (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 00:52

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Til að svara síðasta ræðumanni þá get ég bent á að ég er búinn að finna sanleikann...

Það er einfallt fyrir esb-sinnana hreinlega að flytja þangað því þá þurfum við hin ekki að hlusta lengur á vælið í þeim...

Það er eitt sem ég verð var við í hvert skipti sem ég glugga í eitthvað sem kemur frá þessu yfirþjóðlega valdi. Það er að betra er að vera fyrir utan EBé.

Það eru til dæmis engin rök fyrir því að vöruverð komi til með að lækka hér ef við göngum í EBé. Í Póllandi hækkaði vöruverð strax við inngöngu svo enginn getur fengið mig á þá skoðun að þarna sé að finna "paradís" Þetta "vonnabí" herveldi er best að forðast...

Með kveðju

Kaldi

ES...

Tek fram að ég er búinn að fara til Póllands nánast á hverju ári síðan 2001 þannig að ég ætti að hafa séð muninn, giftur pólskri konu og "á og rek" óðal þar í landi...

Ólafur Björn Ólafsson, 9.1.2010 kl. 05:09

6 Smámynd: Haukur Baukur

Hahahaha!!  "Sannleikurinn þarf ekki að rökstyðja mál sitt". Hættuleg setning og endemis vitleysa.

Sannleikurinn hlýtur að vita að hann er " satt og rétt" í hverju máli fyrir sig, og hann verði að koma þeim sjónarmiðum á framfæri, fari aðrir með "ósannindi og rangt" í hverju máli.

Og í hverjum huga býr sinn sannleikurinn. Okkar eigin útgáfa af satt og rétt. 

Setningin "Sannleikurinn þarf ekki að rökstyðja mál sitt" þýðir það sama og "Af því bara" og dugar skammt þurfi að "Sann-færa" viðmælendur.  Og Sann-færingin verður því miður ofar þessum máttlausu rökum.   Og þegar skortir rök mun hinn trúaði styrkja sannfæringu sína, með til dæmis hræðsluáróðri, og sannfærist þú ekki endar það með skelfilegum ofbeldisfullum aðgerðum. 

Þannig að ef þú segir "Sannleikurinn þarf ekki að rökstyðja mál sitt", ertu í raun að byrja að reyna að sann-færa einhvern yfir á þína skoðun.

Haukur Baukur, 9.1.2010 kl. 14:59

7 identicon

Um hvað snýst þetta Frjálshyggjufélag?

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband