Góðar fréttir

Það eru sannarlega góðar fréttir ef ákvörðun forsetans verður til þess að tefja fyrir umsókn Íslands að Evrópusambandinu, en nú er einmitt að koma sífellt betur í ljós að nauðungarsamningarnir við Breta og Hollendinga voru og eru aðgöngumiði að bandalaginu. Þessu hafa forkólfar vinstristjórnarinnar hingað til neitað, en þetta er farið að verða næsta augljóst.

Sá er þetta ritar hefur aldrei hrifist af Ólafi Ragnari Grímssyni, en hann á sannarlega heiður skilinn fyrir að hlýða á ákall svo stórs hluta kjósenda og synja lögunum staðfestingar. Þá hefur enginn talað betur máli íslenskra stjórnavalda á erlendri grundu en einmitt hann. Gjörvuleg framganga hans í þessu máli opinberar veiklaða stöðu núverandi stjórnarherra, sem liggur við að megi kalla taglhnýtinga Breta og Hollendinga.


mbl.is Gæti frestað aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband