6.1.2010 | 14:28
Af áróðri sósíalistastjórnarinnar
Fjölmiðlar gærdagsins voru uppfullir af heimsendaspám í kjölfar þess að forseti synjaði staðfestingar lögunum um ríkisábyrgð á samningunum við Hollendinga og Breta. Það verður fróðlegt að sjá hvort opinber fréttaveita ríkisstjórnarinnar, ríkisútvarpið, muni fjalla um það sem greinir frá í fréttinni hér að neðan. Íslendingar ættu einmitt að vera í mun betri stöðu því minna sem þeir þyrftu að greiða.
Öll rök hníga að þeirri ályktun að ekkert annað hangi á spýtunni en innganga Íslands í Evrópusambandið, enda er komið á daginn að bandalagið sjálft setur lausn deilunnar að einhverju leyti sem skilyrði fyrir framgangi aðildarviðræðnanna.
Verða að lækka Icesave-kröfuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég fagna okkar ágætu bandamönnum, Bretum og hollendingum í baráttunni gegn því, að við förum í ESB.
"Hin tæra vinstri stjórn" hefur unnið ötullega að því að koma öllu fjandans til, í þeim tilgangi að leyfa fólki að finna á eigin skinni "hrun nýfrjálshyggjunnar", eins og þeir kalla það, en er ekkert annað en blekking.
Það verður enginn heimsendir, þótt þjóðin hafni lögunum, ég hef meiri trú á alþjóðasamfélaginu en svo. Það besta sem gæti gerst væri ef þau færu í fýlu og afhentu forsetanum lausnarbréf sitt hið fyrsta. Það er betra að þola tímabundna stjórnarkreppu en einhver ár með stjórn, sem leggur grunn að norrænu velferðarkerfi með því að snarhækka skatta og auka álögur á heimili og fyrirtæki í landinu.
Jón Ríkharðsson, 7.1.2010 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.