Færsluflokkur: Bloggar
27.5.2009 | 00:59
Galin hugmynd
Það er eins og menn geri sér enga grein fyrir því hversu gífurlega kostnaðarsamt það er að festa gengi krónunnar. Tilraunir ríkisvaldsins til að reyna að stjórna framboði og eftirspurn eru dæmdar til að mistakast.
![]() |
Festa gengið í 160 - 170 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 14:47
Leggjum niður Varnarmálastofnun
![]() |
Norðmenn með loftrýmisgæslu hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 13:13
Leggjum niður Umferðarstofu
![]() |
Umferðarráð varar við niðurskurði fjármagns til umferðarmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 02:44
Tími frjálshyggjunnar er núna
Til hamingju, Ísland, með nýja vinstristjórn. Hún mun nú taka til hendinni við að skuldsetja ríkissjóð og skattgreiðendur á bólakaf og hækka skatta. Þessu hefur verið lofað og við það verður staðið.
Frjálslyndir Íslendingar mega vitaskuld vera hræddir og áhyggjufullir, enda full ástæða til þess. Óþarfi er samt að eyða of miklu púðri í vangaveltur um hagstjórnarmistök vinstrimannanna. Þau eru sögulega vel þekkt og ættu ekki að koma neinum á óvart. Púðrinu á miklu frekar að eyða í það sem koma skal þegar vinstristjórnin springur eða kjörtímabili hennar lýkur.
Í mínum huga er ein helsta skýringin á hruni íslenska hagkerfisins og fylgistapi Sjálfstæðismanna sú að Sjálfstæðismenn hafa gleymt rótum sínum. Þeir stýrðu hverri einustu aukakrónu skatttekna í góðærinu út í eyðslu og útþenslu hins opinbera. Þeir framfylgdu peningamálastefnu í anda Keynes til að byggja upp mikla peningabólu sem varð að húsnæðis- og hlutabréfabólum. Að auki fengu bankarnir nánast ótakmarkað svigrúm til að skuldbinda sig í erlendri mynt í skjóli ætlaðrar ríkisábyrgðar. Þegar Sementsverksmiðja ríkisins var einkavædd þá fékk hún skýr skilaboð um að hún væri ekki á ríkisábyrgð. Bankarnir fengu engin slík skilaboð og héldu, með réttu, að Seðlabanki Íslands væri til staðar til að fjármagna áhættusækni þeirra. Þeir tóku áhættu og núna ætlar ríkið að bjarga þeim.
Sjálfstæðismönnum mistókst að rjúfa tengsl ríkisvalds og hagkerfis með því að neita að sleppa taumunum á bankakerfinu. Þeim mistókst að stöðva fjöldaframleiðslu á íslenskum krónum.
Frjálshyggjumönnum mistókst að veita Sjálfstæðismönnum aðhald frá hægri, og mistókst að koma rödd sinni á framfæri.
Núna eru Sjálfstæðismenn komnir í minnihluta á Alþingi. Þann tíma eiga þeir að nýta til að dusta rykið af hugmyndafræði sinni, flytja sig eins langt frá miðju stjórnmálanna og hægt er, og verða á ný skýr valkostur við miðju- og vinstriflokkana sem nú sitja við kjötkatlana. Á meðan vinstristjórnin leggur Ísland í rúst, þá eiga hægrimenn að gera upp við sig hvernig á að byggja á þeim rústum.
Peningamálastefna byggð á aðskilnaði ríkis og banka, ríflegar skattalækkanir, róttækur niðurskurður í umsvifum hins opinbera og niðurfelling á öllum viðskipta- og gjaldeyrishöftum við útlönd eru vel sannaðar lækningar við erfiðum kreppum. Þær eiga að vera í boði hjá frjálslyndum frambjóðendum við næstu kosningar svo enginn vafi sé á því um hvað er kosið.
Tími frjálshyggjunnar er núna!
- Geir Ágústsson
Þessi pistill birtist áður á frelsi.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 00:33
Tækifæri í niðurskurði
![]() |
Róttækar og erfiðar ákvarðanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2009 | 15:25
Hamingjuóskir
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn áttatíu ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2009 | 13:09
Þjóðnýtingarstefna ríkisstjórnarinnar
Ríkisvæðingarstefna stjórnvalda er grímulaus. Að þessu tilefni er ástæða til að minna á 72. gr. stjórnarskrá. Hún er svohljóðandi:
Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.
![]() |
Eigandinn heldur áfram að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
23.5.2009 | 20:07
Hamingjuóskir
![]() |
Guðrún Dögg valin Ungfrú Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2009 | 14:56
Lögleiðum kannabisefni
![]() |
Kannabisræktun í miðborginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.5.2009 | 14:19
Lausnarorðið er frelsi
![]() |
Framsóknarmenn í afneitun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)