Andæfa þarf lyginni

Af umræðum í fjölmiðlum á undanförnum misserum að dæma voru allir þeir sem komu nálægt stórum fjárfestingum glæpamenn. Sérhver viti borinn maður sér hversu mikil fjarstæða er að halda slíku fram. Höfundur þeirrar fréttar sem hér er vísað til titlar Björgólf Thor Björgólfsson "auðmann". Þetta hugtak, "auðmaður", hefur á undanförnum misserum verið notað af íslenskum vinstrimönnum með viðlíka hætti og þýskir nasistar töluðu um Gyðinga. Lög og réttur eiga ekki að gilda um "auðmenn" að mati þeirra sem hæst láta. Segja margir að réttast sé að stinga "auðmönnunum" í fangaklefa og kyrrsetja allar eignir þeirra - á grundvelli þess að þeir séu svokallaðir "auðmenn". Hliðstæðurnar í íslensku þjóðfélagi nútímans eru óhugnanlega miklar við Þýskaland á uppgangstíma nasismans.

Svo virðist sem sá fréttaflutningur Stöðvar tvö sem hér er vísað til í fréttinni sé í besta falli reistur á mjög vafasömum heimildum og í versta falli sé hann uppspuni frá rótum. En þetta gengur vel í hælbítana, sem þola ekki að mönnum vegni vel í viðskiptum og nú er umræðan í þjóðfélaginu komin á það stig að svo virðist sem menn séu jafnvel farnir að semja fréttir sem eru uppspuni frá rótum - og þeir sem spyrna við fótum eru síðan sakaðir um að hafa annarlegra hagsmuna að gæta. Við frjálshyggjumenn unnum réttlæti og sannleika, en ekki því skrílræði sem ríkir á Íslandi samtímans.


mbl.is Björgólfur Thor: Skipulagður óhróður, véfréttir og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 "Við frjálshyggjumenn unnum réttlæti og sannleika, en ekki því skrílræði sem ríkir á Íslandi samtímans".

Hverskonar yfirstéttarhroki er þessi málflutningur hjá þér??

eru allir aðrir með ást á lygum og ranglæti?..

Er skrílræði við völd þegar frjálshyggjan er hvíld?

Banjó (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Þessi færsla segir meira en margt annað um þankagang "frjálslyndra" hægrimanna.

En það gilda allt aðrir hlutir hjá þessum íhaldsmógúlum þegar Baugur á í hlut.

Af hverju ? Jú Davíð hefur alltaf verið illa við þá

hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 21:25

3 identicon

Kunnið þið ekki að skammast ykkar? Það er að engu leyti sambærilegt að bera saman andúð fólks á auðmönnum og gyðingahatrið í þriðja ríkinu. Annars vegar er um að ræða andúð á mönnum fyrir hvað þeir hafa gert og hins vegar hreint hatur á fólki vegna þess hverra manna það er. Þetta er algerlega sitt hvor hluturinn og ef þið hefðuð smá heiður í ykkur mynduð þið draga þessa hörmulega ósmekklegu samlíkingu til baka.

Skömminn er og verður ykkar þangað til.

Jón Skafti Gestsson (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 21:27

4 identicon

Allt tal um smekk- eða ósmekklegheit samanburðarins hjá höfundi færslunnar dregur úr aðalatriðinu sem ætti að vera: Er í lagi fyrir fréttamiðla landsins að segja hvað sem er, sama hversu ótraustar heimildir eru fyrir því?

Jósafat (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 22:04

5 identicon

Það er nákvæmlega vegna svona skrifa nafnlausra aumingja (sem er einhver í stjórn frjálshyggjufélagsins sem þorir ekki að skrifa fasískar hugleiðingar sínar undir nafni - e.t.v. Gísli Freyr Valdórsson) nauðsynlegt að rísa upp gegn kapítalismanum og banna hann með lögum því lög eru það eina sem þessir menn skilja og þau hafa þeir hafið sig yfir hingað til.

Bönnum Sjálfstæðisflokkinn!

Bönnum Sjálfstæðisflokkinn (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:07

6 Smámynd: Páll Jónsson

Reductio ad Hitlerum ætti helst ekki að nota í rökræðum. Það endar yfirleitt með því að viðkomandi þarf að bakka ("Nei ég átti sko við eins og komið var fram við Gyðinga áður en byrjað var að drepa þá") og lítur út eins og asni.

Þess utan er nokkuð til í þessu hjá ykkur.

Páll Jónsson, 29.7.2009 kl. 00:08

7 identicon

Það er athyglisvert að sjá rökþrota menn reyna að andmæla pistlinum hér að ofan. Vissulega má fallast á það að hliðstæður við þriðja ríki Hitlers eru vafasamar, en í þessu tilfelli eru líkindin við ofsóknir gegn Gyðingum hreint hrópandi. Einnig mætti nota sem líkingu í þessu sambandi hvernig Sovétstjórnin ofsótti Kúlakka, eða hið svokallaða "bændaauðvald". Kúlakkarnir voru ofsóttir á grundvelli tilveru sinnar. Hér á landi er alið á hatri á öllum stórum fjárfestum og fólk sem álitið hefur verið vitiborið hingað til talar um að það þurfi að "koma öllum þessum útrásarvíkingum fyrir á eyðieyju" eða að það þurfi að "loka alla þessa auðmenn inni og týna lyklinum" eða að það þurfi að "hrifsa af þeim eigurnar, bara af því bara þeir eru auðmenn og þar að leiðandi vondir". Íslenskum vinstrimönnum hlýtur eðlilega að svíða að sjá að þeirra málflutningur á sama plani og þýskra þjóðernissósíalista - en það ætti bara að vera þeim víti til varnaðar þegar það rennur upp fyrir þeim í hvers konar öngstræti þeir eru komnir með málflutningi sínum.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 00:33

8 identicon

Já? Sama strætið þar sem frjálshyggjan nauðgaði barnungri Íslandsdótturinni og skildi hana þar eftir til þess að deyja?

Takk fyrir frjálshyggja! Við elskum þig nú samt enn.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 04:12

9 identicon

Já maður verður alveg rökþrota og vitstola á því að lesa svona skoðanir..en einhverstaðar verða vondir að vera og vondar skoðanir eiga víst líka rétt á sér.

En hefur þú upplifað ofsóknir Sovét á Kúlakka og hvað veist þú um ofsóknir á Gyðingum..  lastu kannski bók eða sástu kannski mynd.. Hver gefur þér leyfi til að nota hörmungar annara til að verja rán á Íslandi

Banjó (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:18

10 identicon

Að sjá bullvaðalinn hérna er ótrúlegt. Meint ósmekklegheit þess að bera saman orðræðuna hér og í Þýskalandi fjórða áratugarins blikna í samanburði við andsvörin, þar sem frjálshyggjan er m.a. sögð hafa nauðgað Íslandi og höfundurinn er kallaður nafnlaus aumingi af öðrum "nafnlausum aumingja" sem vill banna andstæðar skoðanir með lögum! Tvískinnungurinn hérna ríður ekki við einteyming.

Hvernig væri að ræða það sem málið snýst um, en ekki stílbrögð færslunnar?

Einstaklingur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:58

11 identicon

Getur Björgólfur sannað það með óyggjandi hætti að það sem hann segir sé satt??

Það er auðvelt að slá einhverju bulli fram.  Um að gera að fara í mál ef maður er saklaus - en hann hlýtur að þurfa að sýna konkret fram sakleysi sitt í málaferlunum. En hvað sem öllum skattaskjólum líður þá er ekki hægt að líta framhjá Icesave og þess vegna á hann litla samúð hjá mér þó einhver segi eitthvað um hann sem honum líkar ekki það er nú bara einu sinni þannig.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 13:06

12 identicon

hér eru engar auðmannaofsóknir. Eru eigendur ccp eða össurar ofsóttir? Nei, hér er aðeins um að ræða eðlilega tilraunir til thess að upplýsa hegðun manna sem komu thjòð sinni í gríðarleg vandræði en græddu sjálfir stórkostlega á thví. Thað stoðar lítt að spyrja thá sjálfa til thess hafa their logið of mikið.

jón skafti gestsso (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 13:39

13 identicon

Linda - þú talar um Icesave reikninga Landsbankans. Hvaða ábyrgð ber ríkissjóður Íslands á skuldbindingum Landsbankans umfram það sem tryggingasjóður innistæðueigenda ábyrgist lögum samkvæmt? Stjórnmálamennirnir eru komnir í slíkt öngstræti að þeir reyna hvað þeir geta að koma höggi á menn í viðskiptalífinu, þetta var "allt þeim að kenna". Óánægjunni þarf að beina eitthvað og þá er nærtækt að búa til lítt skilgreindan óvin - í þessu tilfelli "auðmanninn". Þetta er nákvæmlega sama hugmyndafræðin og nasistar beittu á Gyðingum, enda eru sósíalistar jafnan sjálfum sér líkir.

Freyr (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 13:52

14 identicon

Freyr ertu nú viss um að hlutirnir séu ekki alveg öfugt farið..  Voru það ekki "Auðmenn" sem stofnuðu til skulda við erlend ríki og bankastofnanir.  Allavega voru Icesave reikningar ekki notaðir til að borga Íslenskt menntakerfi.  Og það þarf enga hugmyndafræði sósíalista til að hinn venjulegi Íslendingur geti myndað sér skoðunn..  Ekki er allt í heiminum pólítík og fjölmiðlar, þó frjálshyggjufélagið eigi sér ekkert líf fyrir utan það.  Veriði glaðir að við krossfestum ykkur ekki á hvolfi með auðmönnum þegar tími kemur..  

Banjó (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:17

15 identicon

Hver ber ábyrgðina á endurgreiðslu vegna Icesave er ekki mitt að segja til um - hef ekki hundsvit á því.  Ég vona bara að það fari allt vel fyrir okkur Íslendinga. En hvað varð um alla peningana sem allt þetta fólk lagði inn á Icesave.  Það voru engir sjóðir neins staðar.  Eigum við að byrja á að ræða sjóði yfir höfuð,  allir tómir meira og minna - bótasjóðir, lífeyrissjóðir og bankar.  Svo finnst þessu fólki sem stóð að ráninu það vera réttmætir eigendur þessara peninga og gera allt til að halda þeim.  Ég er enginn sósíalisti - fjarri því en ég er ekki siðblind né svo gráðug að mér dytti í hug eða langaði að ná í (því það er ekki hægt að tala um að eignast í þessu tilfelli) peninga með þeim hætti sem þau gerðu.  Svo ætla ég að síðustu að senda heiðarlegum harðduglegum íslenskum karlmönnum  og konum kæra kveðju. Réttlætið sigrar alltaf að lokum - einhvern veginn.  Munum það !

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 19:03

16 Smámynd: Þór Jóhannesson

Samkvæmt þessari síðu er þetta vettvangur fyrir "stjórn frjálshyggjufélagsins" til að tjá sig á opinberum vettvangi. Það er klassískt hvað þessir auðvaldshundar eru þvers og kruss í pretikunum sínum og praktís.

Þessi færsla er frábært dæmi um, en þessi andstyggilegu félagasamtök boða opin skoðanaskipti og allt í þá áttina en svo skrifar einhver gungan undir dulnefninu "stjórnarmaður frjálshyggjufélagsins" sem þýðir að allir eftirfarandi einstaklingar liggja undir grun um að líkja fréttaflutningi um íslenska útrásarvíkingana við ofsóknir nasista gagnvart gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni:

Björn Jón Bragason, formaður
Geir Ágústsson
Gísli Freyr Valdórsson
Gunnar Dofri Ólafsson
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Hulda Björg Jónsdóttir
Laufey Rún Ketilsdóttir
Máni Atlason
Páll Arnar Guðmundsson
Rafn Steingrímsson
Sigurður Þór Gunnlaugsson
Steinar Þór Ólafsson
Sævar Guðmundsson
Vignir Már Lýðsson
Vilhjálmur Andri Kjartansson

Já, þetta er listinn yfir "stjórn frjálshyggjufélagsins 2009 til 2010. Eru allir þessir einstaklingar því jafn sekir fyrir þessum ósóma sem færslan hér að ofan er, ellegar ætlar sá sem stóð fyrir skrifunum að stíga fram fyrir skjöld og viðurkenna hver hann er eins og sönnum frjálshyggjumanni sæmir?

p.s. býst ekki við því því þetta eru pilsfaldakapítalistar af sorglegustu sort - munum hvernig Gísli Freyr (einn stjórnarmanna félagsins) lét sig falla á sverðið fyrir auðvaldsplebbana, eigendurna á Viðskiptablaðinu, og keypti gjaldþrotið á 1 krónu sem jú, bjargaði auðmönnunum en setti allan ógreiddan launakostnað þeirra sem voru á uppsagnarfresti á herðar ríkisins - já Gísli Freyr Valdórsson skar auðmennina niður úr snörunni en færði okkur tapið.

Hann sem sagt stendur fyrir að einkavæða gróðann en ríkisvæða tapið!

Eruð þið öll eins í þessari frábæru "stjórn frjálshyggjufélagsins" ???

Þór Jóhannesson, 29.7.2009 kl. 22:08

17 identicon

Naumast hvað hann er málefnalegur þessi Þór hér að ofan. "Auðvaldshundar" "pilsfaldakapítalistar" "andstyggileg félagasamtök". Sérlega málefnalegt eða þannig. Hann opinberan síðan málefnafátækt sína endanlega með því að kalla andstæðingana "gungur". Svona maður er bara aumkunarverður.

Pétur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 01:02

18 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ekta gunga - þorir ekki að koma fram undir fullu nafni og kt. í persónulegu skítkasti sínu á nafngreinda einstaklinga. Klassískt fyrir hið svokallaða "frelsi" sem frjálshyggjuplebbar kalla en kunna ekki að virða í mannlegum samskiptum. Auðvelt að kalla fólk fífl undir felu eða dulnefni Pétur eða hvað svo sem þú heitir.

Held þú ættir kannski að kynna þér hugtakið "pilsfaldakapítalismi" áður en þú  heldur áfram að ráðast á mig úr skúmaskotinu sem þú felur þig í.

Annars dýrka ég svona kjána enda fátt málstað andkapítalista betra en nafnlausar bleyður.

Þór Jóhannesson, 30.7.2009 kl. 01:18

19 identicon

Merkilegt að heyra þennan Þór predika fyrir fólki um reglur í mannlegum samskiptum. Hann á sjálfur greinilega mjög margt ólært í þeim efnum. Það var enginn kallaður fífl í pistlinum, en Þór hefur kosið að láta fúkyrðaflaumin ganga. Nú er hann líka búinn að opinbera sig sem "andkapítalista". Sá sem er andkapitalisti hlýtur að vera kommúnisti. Það er stefna sem kallaði yfir mannkynið þær verstu hörmungar sem um getur.

Pétur (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 09:34

20 identicon

Sæll Þór.

Þakka þér blammeringarnar - það er rétt hjá þér að Frjálshyggjumenn boða opin skoðanaskipti og það sýnum við í verki með því að leyfa óhróðrinum að flæða hér inn í athugasemdakerfið. Hvað "nafnlausar bleyður" varðar þá átta ég mig ekki á því hvað þú meinar, hér kemur fram að stjórnarmenn Frjálshyggjufélagsins skrifi og það er opinbert hverjir þeir eru. Erum við þá nafnlausari en pistlaskrif dagblaða? Nafnlausari en aðsend bréf á síðu Egils Helgasonar? Nafnlausari en "heimildarmenn" íslenskra fréttamanna?

Það sem skrifað er hefur alveg jafn mikið vægi óháð því hvort sá sem skrifar kemur fram undir nafni eða ekki, það er textinn sem gildir en ekki sá sem skrifar hann. 

Annars er það nú svo að orðið "auðmaður" er nú orðið notað yfir menn sem ýmsir hér landi láta eins og eigi að njóta minni réttinda en aðrir, og þá sérstaklega minni mannréttinda. Auðmenn eiga ekki að njóta friðhelgi eignarréttar og auðmenn eiga ekki að vera saklausir þar til sekt er sönnuð. Þaðan af síður eiga auðmenn í augum margra að njóta friðhelgi einkalífsins.

Mannréttindaákvæði stjórnarskrár eru sett til að sporna gegn því að hægt sé að ganga á rétt fáeinna manna með þessum hætti, en það er spennandi að sjá hvort þau halda!

Annars fór ég inn á bloggið þitt Þór, og rakst þar á bloggfærslu um ágæti íslenskra máva. Þar skrifar þú: "Lengi lifi Mávurinn - hann er hluti af okkar íslensku náttúru og borgarlífi, hvort heldur sem einhverjum snobbhænsnum og auðvaldshundum, sem vilja hann dauðan því þeir græða ekkert á honum, líkar betur eða verr."

Það er alveg magnað að geta fléttað hatur sitt á því sem maður kallar auðmenn inn í bloggfærslu um máva!

Máni Atlason (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 11:33

21 identicon

Mér finnst alltaf frekar spaugilegt hve þeir sem valdið og peningana hafa (þau sem eru mörg hver búin að kúka upp á bak) - svo og áhangendur þeirra (sem eru oft á tíðum ótrúlegt já-fólk) - vilja hafa málefnalega og fallega orðaða umræðu um það sem er í gangi í dag.  Skítkast er fyrir neðan þeirra virðingu og það er yfirlætislegur umvöndunartónn þegar þau svara dónalegu aðkasti illa gefins almúgans sem segir ljótt og stafar vitlaust.  Það grátlega er að fæst af þeim ef þá bara nokkur einasti andskotans kjaftur (svo ég noti almúgamál)  iðrast gjörða sinna og maður er farinn að heyra af fjárfestingum þessa fólks erlendis - þau eru ekki af baki dottin en er samt frekar misboðið vegna kjaftbrúks samlandanna í sinn garð.  Það væri nú gaman að heyra munnsöfnuðinn á liðinu ef einhver tæki allan aurinn sem það ''á''  -  þau yrðu nóboddí með engan pening, réðu engu og gætu ekkert sagt nema þá kannski sagt ljótt.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:56

22 Smámynd: Páll Jónsson

Það sem Þór segir er yfirleitt fyrir neðan alla mannlega virðingu. Ég lenti í kjaftæðinu á honum einu sinni og eftir það get ég ekki hugsað mér að lesa orð sem hann segir. Maðurinn er ofvaxið barn.

Páll Jónsson, 6.8.2009 kl. 02:19

23 Smámynd: Þór Jóhannesson

haha, súr eftir að hafa verið afhjúparður illilega sem auðvaldsdindill og lögræðings wannabe af sorglegustu sort sem meira að segja svindlar á Pub-Quizum. Sjáum hvort litli puttinnn á vinstri hönd hittir á eitthvað annað en S, nei ég meina A næst þegar þér bregður fyrir ræfillinn þinn.

Þór Jóhannesson, 6.8.2009 kl. 14:05

24 identicon

Ég tek undir með Páli. Það eru menn eins og Þór sem spilla umræðunni með lágkúrulegum athugasemdum og svívirðingum. Hann er víst bókmenntafræðingur að sögn. Ég er sjálfur verkamaður í Reykjavík, en hef alla tíð talið að fólk sem gengi menntaveginn lærði meðal annars háttvísi og prúðmennsku. Ég hvet aðstandendur þessa vefs til að loka á ómerkileg níðskrif lík þeim sem Þór viðhefur.

Freyr (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:05

25 Smámynd: Páll Jónsson

Ohhh, nú súrnaði í manninum... Svindlari útaf því að dómurinn féll með mér (sem var ekki sjálfsagt en ég var býsna ánægður með það) og auðvaldsdindill því ég vil ekki drepa fólk út af peningum! 

Líkt og ég sagði, ofvaxið barn :)

Páll Jónsson, 6.8.2009 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband