Kerfið sér um sína

Hinir ríkisvæddu stjórnmálaflokkar geta hugsað til þess að skera niður opinber útgjöld. Það gæti bitnað á ríkisrekstri. Á sama tíma eru fyrirtækin og heimilin í landinu látin blæða enn meira til að halda uppi tugþúsundum opinberra starfsmanna.

Leiðir til sparnaðar í ríkisrekstri eru fjölmargar. Fækka mætti sendiráðum í tvö til þrjú, leggja niður Umferðarstofu, sömuleiðis Varnarmálastofnun, afnema mætti fæðingarorlof feðra og svo má lengi telja.


mbl.is Bensínlítrinn í 181 krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu, afnema fæðingarorlof feðra?? Hvernig í ósköpunum ætlar þú að réttlæta það? Það er skref afturábak í nútímasamfélagi.

Feður hafa sama rétt og að segja þetta er stöðnun í hugsunarhætti og ekkert annað. 

Júlíus (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 10:10

2 identicon

Ég er sammála þeim sem skrifar færsluna. Það er auðvitað fráleitt að greiða feðrum fæðingarorlof. Það hefur ekkert með jafnrétti að gera. Menn eru sífellt að réttlæta aukin útgjöld hins opinbera með tilvísunum til göfugs ásetnings, en þetta er einfaldlega of dýrt til að við verði unað. Í ofanálag hefur þetta valdið miklum erfiðleikum á vinnustöðum. Ég þekki til dæmis til á litlum vinnustað, þar sem vinna sex mjög sérhæfðir starfsmenn og þrír fóru á sama tíma í "fæðingarorlof". Fyrirtækið var með naumindum starfshæft um tíma. En það má vel vera að þetta virki hjá ríkinu þar sem starfsmenn mega oft á tíðum hverfa frá án þess að það komi að sök.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 15:01

3 identicon

Ég hef alltaf verið á móti feðraorlofi, og mér finnst þetta mjög góð hugmynd. Hvað hafa fullfrískir karlmenn að gera heima við að passa börn.?

HAG (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:10

4 identicon

Gott hjá þér Hafsteinn að vera ekki betur gefinn en það að vera sammála færslu frá Haraldi.

Fólk á rétt og þið eruð án nokkurs vafa skömm fyrir karlstéttina. 

Passa börn segir Haraldur. Haraldur þetta eru þín börn maður, ertu svona fokkings tregur að þetta telst ekki sem pössun.
Þú ert að eyða tíma með þínum börnum en ekki að passa börn annarra.
Það eru forréttindi að við karlmenn fáum að eyða tíma með okkar börnum. 

 Hafsteinn þetta er óheppilegt fyrir fyrirtækið en þetta er þeirra réttur. Djöfull eru þið ótrúlega gamaldags og það er skömm að ykkur.

Ég hef aldrei á ævinni lesið jafn mikið kjaftæði frá nokkrum og eins og ykkur og ég trúi því ekki enn að ég sé að lesa þetta.  Sry strákar þið eruð mjög illa gefnir ef ykkur finnst í lagi að svipta feður þessum rétti. 

 Viljið þið kannski afnema fæðingarorlof mæðra eða er þeirra hlutverk að vera heima fyrir framan eldavélina og passa að þið fáið matinn og að húsið sé fínt svo þið getið boðið vinum heim? 

Júlíus (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:25

5 identicon

Júlíus réttur til einhvers er ávalt háður öðrum og því ekki sjálfsagður. Þér kann að þykja eitthvað sjálfsagt s.s. að feður fái greidd laun frá m.a. skattgreiðendum til að geta verið heima með börnin sín. Ég er ekki sammála því að skattgreiðendur eigi að greiða fyrir slíkt en það er ekki þar með sagt að ég eða aðrir hægrimenn séum ósammál því að feður eigi að vera meira heima með börunum sínum. Ekki álykta að við viljum ekki að eitthvað sé gert þó svo við viljum ekki að ríkið geri það á kostnað skattgeriðenda.

Ég held að þú áttirð þig alveg á þessu Júlíus en vísvitandi snýrð út úr því þig skortir rök gegn þessum málflutningi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 00:34

6 identicon

Mér finnst það sjálfsagt því feður hafa greitt skatt eins og aðrir. Þetta er miðaldar hugsun í fólki að vilja ekki leyfa feðrum njóta þessa réttar.

Mig skortir ekki rök því almenn mannréttindi eiga rétt á sér Vilhjálmur og það eitt og sér er nóg. 

Ég fagna þeim degi þegar menn sem hugsa svona eru komnir undir græna torfu, skömm að ykkur og ekkert annað.

Július (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:20

7 identicon

Þetta er nú ekki mjög málefnalegt hjá þér Hafsteinn - að óska þess að þeim dauðdaga sem ekki er sammála þér. Kommúnistaleiðtogar í Austur-Evrópu aðhylltust viðhorf af þessu tagi og voru iðnir við að láta pynta og drepa þá sem ekki voru þeim sammála. Þú talar líka um mannréttindi Júlíus. Hvernig geta það talist "mannréttindi" að telja sig eiga heimtingu á greiðslum úr ríkissjóði? Til þess að koma á þessum "mannréttindum" þarf að skerða mannréttindi þess sem greiðir skatt - hans eignarréttur er skertur. Sér er hver miðaldamaður í hugsun.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:19

8 identicon

Júlíus vildi ég sagt hafa.

Hafsteinn (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:20

9 identicon

Ég óskaði engum dauðdaga Hafsteinn, ekki leggja mér orð í munn. Ég fagna hins vegar þeim degi þegar ég er laus við jafn greindarskert fólk og ég tel þig vera.

Feður borga skatta og hafa sinn rétt, þannig er það. 

Mæður borga skatta og hafa sinn rétt og flestum finnst sjálfsagt að þær njóti hans, þannig er það líka. 

Það er miðaldra hugsun að halda því fram að staður mannsins sé á vinnumarkaði en hlutverk konunnar sé að gæta barnanna. 

Þetta er ekki spurning um að gæta barnanna heldur að fá að taka þátt í uppeldi þeirra. Flest fólk verða feður eða mæður og borga skatt þannig að það er ekki eins og það sé verið að ganga á einhverna stóran hluta á fólki sem tekur ekki þátt í barneignum.

Það er ósanngjarnt að skattar hækki á hinar ýmsu vörur sem þarf svo að taka annarsstaðar frá fyrir það fólk sem ekki nýtur þeirra. Það er fáránlegt með öllu að þú borgir 4% til kirkjunnar í þínum skatti en svo skrái þú þig úr þjóðkirkjunni þá rennur þessi peningur til Háskólans. 

Það er aldrei 100% sanngirni handa öllum en það er hreint og beint mannréttindabrot að fara að taka það af feðrum að fá ekki að njóta feðraorlöfs og að þeir fái ekki að njóta tíma með börnunum.

Ég segi því enn og aftur að ég tel að þeir sem séu þeirra skoðunar að það eigi að afnema feðraorlof séu í miðaldra hugsun og að heimurinn verði betri án ykkar sem viljið taka þessi réttindi af feðrum.

Ég í raun á erfitt með orð yfir ykkur og er afskaplega þakklátur að eiga þessi orðaskipti við ykkur á netinu en ekki í persónu því ég er afar reiður ykkur sem hugsið eins og þið.

Júlíus (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband