Hvað segja Davíðshatarar nú?

Nú er það komið á daginn að embættisverk bankastjórnar Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlits standast skoðun þvert á digurbarkalegar yfirlýsingar Davíðshataranna.

Þessi niðurstaða hlýtur að marka endalok ríkisstjórnarinnar sem hafði það eina markmið í upphafi að koma Davíð Oddssyni úr Seðlabankanum og ráða þangað óþekktan mann, sem var pantaður frá norska verkamannaflokknum.

Samfylkingin var stofnuð utan um hatursmenn Davíðs Oddssonar. Ekkert annað hefur getað sameinað menn meira í þeim flokki. Samfylkingarmenn eru upp til hópa með Davíð á heilanum og völdu sér formann sem sjálf speglaði sig í Davíð.

Því fór þó fjarri að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefði sömu leiðtogahæfileikana og Davíð, enda fataðist henni fljótt flugið er hún seint og um síðir komst í ráðherrastól í 2007 ríkisstjórninni.

Kommúnisminn féll með braki og brestum árið 1989. Samfylkingarinnar hljóta að býða sömu örlög. Hún mun því brátt hverfa til feðra sinna eins og forverar hennar.


mbl.is Ekki tilefni til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi frétt hlýtur að gleðja þessi litlu hjörtu sem standa að baki þessum félagsskap en merkilegt nokk hvað frjálshyggjufélagið hefur lagst þungt á árarnar að hygla mann sem yfirgaf frjálshyggjuna fyrir löngu síðan og tók upp sambærilega stjórnarhætti og eru ástundaðir í Venesúela.

Varðandi fullyrðinguna um að samfylkingin hafi verið stofnuð utan um "hatursmenn Davíðs". Hefur frjálshyggjufélagið einhvern áhuga á að það sé tekið mark á því? 

Kristinn (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:19

2 identicon

"Samfylkingin var stofnuð utan um hatursmenn Davíðs Oddssonar".

Vill fólk sem skrifar svona láta taka sig alvarlega??

Skúli (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:40

3 identicon

Eða er þetta bara grín hjá frjálshyggjufólkinu, sem kallar alla aðra kommúnista?

Skúli (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 17:44

4 identicon

"Nú er það komið á daginn að embættisverk bankastjórnar Seðlabankans og forstjóra Fjármálaeftirlits standast skoðun þvert á digurbarkalegar yfirlýsingar Davíðshataranna"

Og þér dettur í hug eina mínútu að við látum blekkjast af þessari yfirlýsingu spillts og duglauss íslenskrar embættismannadruslu?  Nei - við vitum sem er að þessir menn eru hrunvaldar og ALVEG sama að hvaða fyrirframákveðinni niðurstöðu einhver keyptur spilltur embættismaður kemst að, þá mun fólk vita og muna betur.  Sagan mun geyma glæpi þessara manna og hafi þeir ævarandi skömm fyrir. 

MargretJ (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:08

5 identicon

Skúli það er nú bara einu sinni tilfellið að það eina sem gat sameinað Samfylkingarmenn var hatrið á Davíð Oddssyni.

frjálshyggjumaður (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 00:30

6 identicon

Nje, Samfylkingin er samansetningur nokkurra gamalla vinstriflokka, Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalistans (sem reynar var ekki vinstriflokkur) og Þjóðvaka Jóhönnu Sig.  Líklega hefur andúð þeirra á Sjálfstæðisflokknum, sem var búinn að vera í ríkisstjórn í fjölda ára áður en Samfylkingin og VG urðu til, og þar með Dabba, haft mikið að segja en varla verið það eina sem sameinaði þá, t.d. klofnaði vinstri hluti Alþýðubandalagsins í VG og ekki voru þeir neitt hrifnir af Dabba. 

Skúli (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband