Ríkisreknir stjórnmálaflokkar

Í öllu þessu málæði um styrki til flokka virðast allir líta fram hjá því að flokkarnir eru reknir fyrir opinbert fé - það er með öðrum orðum búið að "ríkisvæða" flokkakerfið. Telja menn að það hafi engin áhrifa á hagsmunabaráttu flokkanna? Að undanförnu hefur berlega komið í ljós að stjórnmálaflokkarnir telja sér umfram allt skylt að gæta hagsmuna ríkisvaldsins, þeir eru varðhundar opinberra starfsmanna. Með hliðsjón af þessu er til muna eðlilegra að stjórnmálaflokkar njóti styrkja einkafyrirtækja í ríkum mæli. Það er hollara fyrir þjóðfélagið að stjórnmálaflokkarnir eigi eitthvað undir atvinnulífinu í landinu heldur en að þeir séu bara einn angi ríkisvaldsins.
mbl.is Styrkir borgaðir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æi ég held ég taki undir með Dóru litlu. Ekki meira af styrkjum einkafyrirtækja.

Arinbjörn Kúld, 3.6.2009 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband