Trúaráróður

Með nýrri stjórnarskrá Evrópusambandsins verður yfirstjórn sjávarútvegsmála að fullu í höndum sambandsins. Þetta vita menn. Með inngöngu Íslands í Evrópusambandið mun þjóðin fyrirgera rétti sínum til stjórnar fiskveiða um alla framtíð. Það hefur ekkert komið fram sem hrekur þessa staðreynd. Umfjöllun fjölmiðla um þetta mál á meira skylt við trúaráróður en upplýsta umræðu.Við sem aðhyllumst hugmyndir um takmarkað ríkisvald getum með engu móti fallist á ennþá umfangsmeira yfirþjóðlegt vald. Þeir sem unna lýðræði ættu að velta fyrir sér hvaðan embættismenn Evrópusambandsins sækja umboð sitt. Bókhald sambandsins hefur ekki hlotið áritun löggiltra endurskoðenda síðastliðin 14 ár. Það segir sína sögu um óráðsíuna á þeim bæ.
mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ég veit ekki betur en að þau stjórnsýslulegu vandamál sem menn vilja kenna okkar hruni um að stóru eða öllu leyti verði til staðar þó svo að við sækjum um inngöngu. Ég skil ekki að það sé verið að draga lappirnar með að lagfæra lýðveldið (stjórnlagaþing) á meðan menn leggja allt kapp á að bera það undir þjóðina að draga úr lýðræðinu?

Ég vill bara að þjóðin fái að laga Alþingi sitt til áður en nokkuð svona er gert, og nei síðustu kosningar voru ekki tiltekt heldur síðasta tækifæri flokkanna til þess að gera eitthvað af heilindum og leggja það í hendur þjóðarinnar að ákveða hvernig við viljum að völdum sé deilt í landinu.

Alþingi þarf að endurvinna traust mitt áður en ég segi já við hverskonar samningi um inngöngu í sambandsríki, gildir þá einu hvað stendur í honum eða hvaða nafni það kallast.

Hvað ef íslendingar myndu nú semja stjórnarskrá sem gerir aðild að sambandsríkjum brotlega? Það er ekkert útséð með það, nema að innganga sé ákveðin áður en lagt er í stjórnlagaþing sem er rökleysa af verstu tegund? Hvað ef ný stjórnarskrá segði að 70% kjörgengra þyrftu að samþykkja inngöngu í sambandsríki eða viðlíka ákvarðanir sem nær ómögulegt er að taka til baka.

Mér líður bara eins og að stærstu föðurlandssvik íslandsögunnar séu í uppsiglingu, að það eigi að hræða okkur inn í sambandsríki áður en við getum ákveðið hvernig lýðveldi við viljum búa í.

Ótti er einmitt skítaliktin sem fylgir trúaráróðri, svo ég get ekki annað en verið sammála þér/ykkur.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 28.5.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband