Forsendur Framfara

Stjórnmálamenn tala margir um velferð og vinnu en fáir sem engir um framfarir. Of mikil áhersla er lögð á að skapa sem flestum vinnu en lítið sem ekkert rætt um að búa til sem mest verðmæti fyrir sem minnstan tilkostnað. Það tekur 10 verkamenn marga daga að grafa jafn stóran og langan skurð og það tekur einn einstakling á góðri vinnuvél einn dag að vinna. Með auknum framförum nýtist vinnuafl betur til verðmætasköpunar þar sem færri hendur þarf til að búa til sömu verðmæti og áður.

Framfarir auka fjölbreytni og fjölga möguleikum sem við getum starfað við og auka líkurnar á því að einstaklingar finni sér eitthvað áhugavert og skemmtilegt til að taka sér fyrir hendur. Framfarir auka því verðmætasköpun og bæta þar með þau gæði sem standa okkur til boða. Í þessu samhengi má skoða kreppuna í kringum 1918 eftir fyrri heimstyrjöldina en þann vetur voru gífurlegar frosthörkur, spænskaveikin og vöruþurð í landinu. Fjöldi Íslendinga dó á þeim tíma bæði af völdum spænskuveikinnar en ekki síður af völdum skorts á húsaskjóli, aðbúnaðar og matvæla. Kreppan í dag er munaðarkreppa miða við þær sem áður hafa verið og er það allt miklum framförum að þakka.

Framfarir eru ekki verk fárra útvaldra, heldur félagslegt fyrirbrigði, flókið ferli margra og ólíkra einstaklinga. Megin forsendur framfara felast ekki í miðstýringu og stofnanaveldi, heldur fjölbreytileika, samskiptahæfni og samanburði af margvíslegu tagi. Frjálshyggja og frjálst og opið hagkerfi er því ein besta leiðin til að tryggja forsendur framfara. Skýrasta dæmið er flóð nýsköpunarfyrirtækja frá frjálsum hagkerfum t.d. Bandaríkjunum en þaðan höfum við fengið Google, Apple, Facebook og fjöldan allan af öðrum tækifyrirtækjum, framfarir í læknavísindum, verkfræði og öllum öðrum sviðum. Lausnarorðið er þá þrátt fyrir allt FRELSI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband