Lausnarorðið er frelsi

Steingrímur J. þarf að fara að átta sig á því að vandi ríkissjóðs verður ekki leystur nema með því að koma hjólum atvinnulífsins í gang. Aukin skattheimta og ríkisafskipti munu drepa allt atvinnulíf í dróma.
mbl.is Framsóknarmenn í afneitun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Hvers konar mantra er þetta eiginlega? Er ekki búið að ríkja frelsi á fjármálamarkaði á undanförnum árum?

... það er greinilega eitthvað annað sem þarf en "frjálshyggju frelsi". Ef eitthvað þá er frjálshyggju frelsið nútíma þrælahald hannað til þess að halda fólki í skuldakví. Pýramídaleikur svokallaður.

Björn Leví Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 15:11

2 identicon

Svo að ég svari nú spurningunni, þ.e. síðari spurningunni, þá er ekki búið að ríkja frelsi á fjármálamarkaði á undanförnum árum. Þvert á móti hefur fjármálamarkaðurinn verið sá markaður hér á landi sem hvað flestar reglur giltu um og hvað mest eftirlit var haft með. Það kæmi mér ekki á óvart þó hann skákaði meira að segja markaði með landbúnaðarvörur hvað skort á frelsi varðar.

Um þetta hefur margt verið ritað en ég bendi þér Björn á auglýsingu Andríkis á vefslóðinni http://www.andriki.is/vt/myndir09/her_voru_engar_reglur05022009.pdf :)

Máni Atlason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 16:16

3 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Ertu semsagt að segja að ef þessar reglur hefðu ekki verið (samtals engar) þá væri allt í fínasta lagi bara?

Fyrirgefðu, en rökfræðilega þá er það bara bull. Ef menn gátu gert þó það sem þeir gerðu  með þessum reglum, þá þýðir það væntanlega að þeir hefðu getað gengið lengra með færri reglum... ekki satt?

Ekki misskilja að ég sé á móti því að gefa í botn í atvinnulífinu (gera hvað sem þarf til þess að koma því í gang) ... er bara ekki sammála að gefa autt blað til hendur fólki sem fer svona með peningana eins og búið er að gera.

Björn Leví Gunnarsson, 22.5.2009 kl. 17:31

4 identicon

Ég er líkt og aðrir frjálshyggjumenn hrifinn af því að hafa frelsi með ábyrgð. Þá á ég við að sá sem hefur frelsið beri ábyrgðina á því sem hann gerir, en ekki að ríkið beri ábyrgð á því hvernig menn nýta frelsið.

Ég trúi því að allt of miklar reglur (það sem kallað er á ensku over-regulation) hafi valdið ákveðinni værukærð í sambandi við fjármálaheiminn. Vegna þess ótrúlega fjölda reglna sem gilti um það hvernig fjármálafyrirtæki áttu að passa upp á viðskiptavini sína og hvernig eftirlitsaðilar áttu að passa upp á fjármálafyrirtækin þá einfaldlega sofnaði fólk, almenningur og stjórnmálamenn, á verðinum. Fólk treysti því einfaldlega að hinir algóðu sérfræðingar mundu sjá um þetta.

Megingalli kerfisins var þó auðvitað ríkisábyrgðin. Vegna þess að menn trúðu því að ríkið tæki ábyrgð á skuldbindingum bankanna (og svo kom í ljós að þeir höfðu auðvitað rétt fyrir sér) fengu bankarnir gríðarlega mikið lánsfé í hendur og gátu því stækkað jafn hratt og raunin varð og farið jafn gáleysislega og komið hefur í ljós. Ef skýrt hefði verið kveðið á um að ríkið tæki enga ábyrgð á skuldum bankanna hefðu þeir aldrei getað vaxið svona hratt, enda hefðu þeir ekki fengið það fjármagn sem til hefði þurft. 

Frjálshyggjumenn hafa alla tíð lagst gegn ríkisábyrgðum á einkafyrirtækjum og gera enn. Að kenna frjálshyggju um það að ríkið þurfi að greiða skuldir óreiðumanna eins og það var orðað er afar öfugsnúið.

Máni Atlason (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 19:58

5 Smámynd: Gammurinn

Björn Leví skilgreini "frjálshyggju frelsi" og útskýri hugmyndafræðina að baki þrælahaldi þar sem fólk velur hvort það gerist þræll eða ekki.

Gammurinn, 22.5.2009 kl. 20:00

6 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Varðandi ríkisábyrgð á skuldum þá er eina ríkisábyrgðin sem ég þekki sú sem tryggir sparifjárinneign og var hún upp á um 3 milljónir króna fyrir hrun. Vinur minn sem vann í banka sagði mér þetta síðasta sumar ... "ef þú ætlar að eiga fé inn í banka, passaðu þig þá að eiga ekki meira en 3 milljónir inn í hverjum banka" (eða hverjum reikning eða hvað það nú var)

Þetta var svona "almenn vitneskja" sem enginn vissi um.

Varðandi aðrar ríkisábyrgðir, jú væntanlega voru þær einhverjar... og vel flestar settar af xD og xB ekki satt?

Varðandi over-regulation ... og skilvirkni hins opinbera eftirlitskerfis. Það er eitt að hafa allar þessar reglur já og annað að fylgja þeim eftir því miður. Ég gef svo sem ekki mikið út á að láta fólk sjá um eftirlit með sjálfum sér... sem virðist vera hinn ábyrgðarmöguleikinn miðað við hvað þú segir.

Ég gef heldur ekkert svo rosalega háa einkunn fyrir þetta regluverk allt... Það sem ég sagði áður um færri reglur á alveg jafn vel við en kerfið lítur hins vegar orðið út eins og yfirplástrað forrit. Þegar þangað er komið þá er líklegra en ekki að viðhaldskosnaður sé orðinn hærri en kosnaður við endurskipulagningu. Ekki endilega "færri" reglur... bara nýtt kerfi sem byggist á fastayrðingum gamla kerfisins plús þeim vandamálum sem voru plástruð.

Nútíma þrælahald:
http://bjornlevi.blog.is/blog/bjornlevi/entry/868918/

Samfélagið virkar að miklu leiti á eftirfarandi hátt:
- einstaklingur sígur úr skóla inn í samfélagið
- einstaklingur þarf að redda sér húsnæði fyrr eða síðar (kaupa)
- það er ekki séns að kaupa húsnæði án þess að taka lán (almennt séð)
- 20 milljón króna lán endar í 40 milljónum. Lánveitandinn er tryggður fyrir tapi með verðtryggingunni og lánþegi situr uppi með að borga fyrir brúsann.
- brúsinn er "stækkun hagkerfsins" ... það virðist vera lögmál að hagkerfið verði að stækka

Það er athyglisvert út af fyrir sig að hagkerfið verði að stækka ... hvers vegna skyldi það vera? Jú, hagkerfi annara landa er að stækka líka og við viljum ekki missa af lestinni.

Hvaða lest er þetta annars? Jú, við kaupum ýmislegt erlendis frá og ef hagkerfi þeirra sem við kaupum af stækkar um of í samanburði við okkar þá verður dýrara fyrir okkur að kaupa vörurnar af þeim.

Það sem er merkilegt að fylgjast með er hvernig peningur flæðir á milli hagkerfa. Ef okkur vantar pening inn í okkar hagkerfi þá er besta leiðin til þess að það gerist að framleiða eitthvað hérna heima sem aðrir utan okkar hagkerfis vilja kaupa (útflutningur). Þróunin á undanförnum árum hefur séð tilfærslu á framleiðslu til Kína og Indlands til dæmis. Þetta hefur valdið gríðarlegum hagvexti í þessum löndum (sérstaklega Kína) og merkilegt nokk einnig búið til meiri pening í þeim löndum sem fluttu framleiðsluna burtu. Hvernig stendur á því? Jú, fyrirtækin sem fluttu burt framleiðsluna fá vöruna framleidda ódýrara en selja samt enn á svipuðu verði. Þannig verður gróðinn per einingu meiri og því fyrirtækið verðmætara.

Það skrítna er að salan er væntanlega jafn mikil (í einingum) og áður... verðmiði fyrirtækisins hækkaði á sama tíma og hagkerfið sem það býr í er að minnka (af því að peningur flæðir úr því til framleiðslulandsins) ... eitt stækkar og annað minnkar Á þetta að vera en einhvern vegin stækka bæði hagkerfin (á sama tíma er búinn til meiri peningur til þess að jafna út verðmiðaaukningu þessa fyrirtækis).

Að lokum sit ég og þú uppi með að borga fyrir þessa verðmiðaukningu. Við kaupum vöruna á nú uppsprengdu verði miðað við framleiðslu því það verður að uppfylla gróðakröfur hluthafa.

... á ég þá að verða hluthafi?

Sjáum nú til. Ef við gerum ráð fyrir því að kerfið sé alltaf að stækka þá samkvæmt einföldum prósentureikning eykst hlutur þess sem á mest ... mest. Ef hlutur stæsta hluthafans stækkar mest þá eftir stækkun á hann hlutfallslega meira í öllu en hann átti áður. Að lokum þýðir það að allir aðrir eiga hlutfallslega ekkert og stæsti hluthafinn á hlutfallslega allt.

Þannig eiga þeir stæstu allt og dreifa auðnum meðal starfsmanna sinna. (finnst þetta alltaf jafn skemmtileg líking við ríkið sem á allt og dreifir meðal þegna sinna).

Ábyrgðin sem þú talar um ... frelsi og ábyrgð. Ég fæ ekki að kjósa yfirmenn mína í fyrirtækinu en ég fæ að kjósa fólk til stjórnvalda. Það eru því stjórnvöld í lýðræðissamfélagi sem eru andlit frelsisins, en ekki frjálshyggjan.

Björn Leví Gunnarsson, 23.5.2009 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband