Er ekki komið nóg af vinstristjórn í bili?

Sá sem þetta skrifar á erfitt með að skilja þá sem styðja ríkisstjórn Íslands, réttnefnd "versta ríkisstjórn Íslandssögunnar".

Þessi ríkisstjórn virðist vera upptekin af öllu nema því sem skiptir máli. Hagkerfið er ennþá að dragast saman, skuldir þess að vaxa og tækifærum fækkar. Þau tækifæri sem skjóta upp kollinum er kæfð í fæðingu, og það sem gengur vel er bundið inn í spennitreyju reglugerða og hækkandi skatta.

Enn mælist stuðningur við ríkisstjórnina. Hana styðja ennþá hörðustu stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna, sem er alveg sama hvað verður um Ísland, bara á meðan Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn er haldið í kuldanum.

Stjórnarandstaðan er líka veik og í felum. Ef einhver þekkti bara til íslenskra stjórnmála í gegnum ummæli íslenskra þingmanna mundi viðkomandi sennilega trúa því af einlægni að á Íslandi væru bara vinstrimenn, og menn sem þegja. 

Fleiri og fleiri eru að gefast upp á vinstristjórninni, meira að segja fleiri og fleiri þingmenn stjórnarflokkanna. Þráinn varð vinstri-grænn, Ásmundur varð framsækinn. Lilja og Atli misstu litinn, og Guðmundur gerði Samfylkingarmaður í felulitum. Rótið er mikið. Ríkisstjórnin hangir saman á bláþræði valdagræðgi, og veit að hún verður kosin út í hafsauga í næstu kosningum, sama hvenær þær nú verða, og þær verða því haldnar eins seint og hægt er.

Hvað er verra en stjórnmálamaður án hugsjóna? Svarið gæti kannski verið: Stjórnmálamaður sem forðast eigin skoðanir.


mbl.is Óviss um stuðninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Síðasta setningin segir mjög mikið í örfáum orðum. Það versta sem þjóðin getur fengið eru einmitt stjórnmálamenn sem forðast eigin skoðanir, sennilega af ótta við almenningsálitið.

Svo getur það líka verið, að eitthvað vanti upp á sjálfstraustið, en sama hver skýringin er, þá eiga þeir sem forðast eigin skoðanir ekki að gefa kost á sér til stjórnmálastarfa.

Vill einhver ráða smið til starfa sem forðast hamarinn, því hann óttast að berja sig fast á putta?

Jón Ríkharðsson, 25.11.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband