Segðu af þér Jóhanna!

Enginn heilvita maður þarf að velkjast í vafa um að svokallaðar skattatillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru runnar undan rifjum íslenskra ráðamanna, enda lagði blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Þórólfur Matthíasson, blessun sína yfir þær. Að sama skapi er með ólíkindum að fjölmiðlar láti ríkisstjórnina komast upp með að firra sig ábyrgð á svokölluðum tilmælum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans, sem auðvitað voru unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar, ef ekki samin af ráðherrunum sjálfum.Jóhanna Sigurðardóttir kveðst hafna auknum sköttum á fólk með meðaltekjur. Gott og vel. Nýlegar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar hafa komið verst við þennan hóp fólks og auðvitað mun stóraukinn skattur á matvæli bitna á fólki með meðaltekjur eins og öllum öðrum. Nánast allar tillögur um skattahækkanir koma illa við fólk með meðaltekjur.

Svokallaður forsætisráðherra þjóðarinnar eru úr öllum takti við fólkið í landinu. Honum ber að segja af sér. Endurreisn efnahagslífsins krefst stjórnarskipta.


mbl.is Útilokar ekki skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Meðaðltekjur á íslandi (nýtt ísland er með litlu í-i) eru nokkuð nálægt því sem eru RAUNVERULEGAR framfærslutekjur, nefnilega uþb 265.000, til að fá útborgað 195.000 sem er nokkuð nærri lagi ef uppfærðar eru framfærslutölur frá nóv 07 og bundnar við vísitölu þá er skuldir okkar eru bundnar við.

Þetta rugl þeirra Jóhrannars óg Nágríms er í raun að gera almenning að "hátekjufóki" svo að það eina sem verði óskert séu bæturnar (sem voru skertar í vor)

Óskar Guðmundsson, 13.7.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Vinstra pakk.

Helgi Már Bjarnason, 13.7.2010 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband