Kommúnismi

Þeim er þetta ritar ekki tamt að misnota hugtök, til dæmis með því að uppnefna menn komma og fasista. Hins vegar blasir við Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, aðhyllist stefnu sem kemst nærri því að nefna megi kommúnisma. Upptaka á eignum tiltekins hóps manna - á grundvelli þess að þeir séu hluti af tilteknum hóp - sver sig í ætt við tal bolsévika um kúlakka, eða rússneska bændaauðvaldið. Þessi málflutningur er einhver sá ógeðfelldasti sem undirritaður hefur lesið lengi. Mannréttindi virðast skipta frúna litlu. Við lestur þessarar fréttar hlýtur að setja óhug að öllum þeim sem kynnt hafa sér sögu alræðisstefna á 20. öld og þá skefjalausu grimmd og það óstjórnlega mannhatur sem einkenndi samfélög sem gerðu eignir manna upptækar á grundvelli tilveru þeirra.


mbl.is Styðja upptöku eigna auðmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Alltaf léttir strákar: Þýfi er eign þjófsins ekki satt ?

Finnur Bárðarson, 1.5.2010 kl. 17:53

2 identicon

Hvað lögfræðilegu rök getur þú fært máli þínu til stuðnings, Finnur?

Sigga (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 19:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Auðvitað á að taka af þessum mönnum eignirnar, þeirra framkoma og gjörðir urðu til þess að eignir eru teknar af okkur til að borga sukk þeirra

Sigurður Haraldsson, 1.5.2010 kl. 20:17

4 identicon

Slakið á við búum í réttarríki, látið bareflin og heygaflana niður.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:41

5 identicon

Í dag er veruleikinn er draumur frjálshyggjunar.  Ástandið í rauninni ekki svo slæmt myndi ég segja.  Íslensk frjálshyggja er, 1 ræfill með littla hæfileika og getu til að afkasta eða búa til verðmæti getur þénað sér meir en 10,000. sinnum meira en meðal íslendingurinn.

Frá því má draga þá ályktun að meðal íslendingurinn er svodan djöfulsins ræfill og letingi að hann er enskis virði.

Áfram íslensk frjálshyggja, svon búum við til alvöru afurðir.  Mikill fræknaður er en framundan fyrir 'the Icelandic dream'.

Þið eruð bestu brandarar og skrípi íslandssögunnar allir saman.

Jonni (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 23:13

6 identicon

Vilhjálmur, þeir einu sem ég hef séð með barefli á Austurvelli er lögreglan. Hvernig hefur það að láta barefli niður síga eitthvað að gera með réttarríkið?

Eignarréttur þvert á móti grundvallast einmitt á bareflinu. Hvort hann er minn eða þinn er spurning um hvor á stærra barefli, nema um gagnkvæma virðingu sé að ræða. Allir vita hvað varð um hana.

Össur (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 00:05

7 Smámynd: Gústaf Níelsson

Auðvitað hafa kommúnistar ekkert breyst, þótt þeir hafi misst völdin allstaðar nema í Norður-Kóreu, Kúbu, Kína og Víetman og komist til valda í Venesúela illu heilli. Aðferð þeirra er alltaf sú sama: Tilgangurinn helgar meðalið. Skiptir þá engu hvort að eigur manna eru gerðar upptækar, þeir fangelsaðir eða einfaldlega drepnir. Markmiðið er göfugt og í þágu fjöldans, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 2.5.2010 kl. 15:37

8 identicon

Ekki vantar upp á fullyrðingaflæmið hjá íslenskum vinstrimönnum frekar en fyrri daginn. Jonni, á frjálsum markið ræðst hagnaður á eftirspurn eftir vöru og þjónustu og í samhengi við framboðið. Aðrar fullyrðingar þínar eru ekki svaraverðar enda hef ég ekki áhuga á að fara niður á þitt plan.

Össur: Eignaréttur grundvallast á þeim tíma og vinnu sem menn setja í hluti og auðvitað samspili við önnur grundvallaréttindi. Frjálshyggja er hugmyndafræði sem byggir alfarið á ofbeldisleysi þ.e. frelsi frá ofbeldi og þvingunum. Frjálshyggjumenn viðurkenna þó sjálfsvarnarrétt þ.e. réttinn til að verja sjálfan sig og eigur sínar. Tilvitnun þín í barefli á Austurvelli átta ég mig ekki á í þessu samhengi. En til að skýra mitt sjónarmið í þeim efnum þá hef ég ekkert á móti friðsömum mótmælum, þau eru bæði eðlileg og nauðsynleg í frjálsu samfélagi. Öll skrílslætin sem áttu sér stað (meðal minnihluta mótmælenda) voru og eru óafsakanleg og kalla á viðbrögð hjá lögreglu.

Sú hugsun að eignaréttur grundvallist á stærra bareflinu er mjög vinstrisannað sjónarmið þ.e. handhafar þvingunarvalds munu þá alltaf ráða hvað fólk má eiga og ekki. Það er óásættanlegat ástand.

Ísland er réttarríki hvort sem þið viljið trúa því eða ekki. Rannsókn á hruninu mun taka sinn tíma en réttur þeirra sem eru sökum bornir er algveg jafn mikilvægur og réttur samfélagsins til að sjá glæpamenn tekna úr umferð. Ef þið, Össur og Jonni, verðið sakaðir um glæp, vænti ég þess að þið munið vilja njóta þess að vera taldir saklausir þar til sekt ykkar er sönnuð og njóta annara réttinda sem sakborningar, er það ekki?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 15:53

9 identicon

Nei eignaréttur grundvallast ekki á þeim tíma og vinnu sem menn setja í hluti. Það er óskhyggja og draumórasnakk sem hefur ekkert með almenna skilgreiningu á eignaréttinum í raunveruleikanum að gera.

Eins og ég sagði grundvallast eignaréttur á gagnkvæmri virðingu, en ef hún er ekki til staðar eru það einfaldlega bareflin sem ráða. Lög veita fólki aðgang að öflugasta bareflinu þannig að ef þú dansar eftir þeim reglum er eignin þín, ef lög hefðu engin viðurlög tryggðu þau engan eignarrétt þar sem gagnkvæmrar virðingar nyti ekki við. Og af ósanngjörnum og/eða ófullkomnum lögum leiðir að eignaréttur er oft þeirra sem ekki eiga eignina skilið, og eins og raun ber vitni eru íslensk lög mjög ófullkomin og léleg.

Vilhjálmur, ég var aldrei að tala fyrir skoðunum BSRB ræðukonunnar, mér blöskrar bara hræsni frjálshyggjumanna gagnvart ofbeldi. Frjálshyggjan stuðlar að ýktum stéttamun, menntunarleysi, samkeppni og sundrung milli fólks og kemur því algerlega í veg fyrir möguleikan á eignarrétti byggðum á gagnkvæmri virðingu. Þess vegna þarf frjálshyggjusamfélag ávallt á miklum bareflum og ofbeldi að halda til að geta viðhaldið eignarétti í samfélaginu, þetta sést best á BNA. Því er ofbeldi einn af hornsteinum frjálshyggjunnar og algjör grundvöllur fyrir raunverulegri framkvæmd hennar.

Össur (IP-tala skráð) 4.5.2010 kl. 11:57

10 identicon

Sæll Össur

Þakka þér fyrir áhugavert svar. Nú skil ég misskilninginn af þinni hálfu betur. Því miður er mörgum okkar eðlislægt að telja skapgerði, frelsi og eignir vera tilkomið vegna þess að maðurinn hefur sett lög. Það er ekki, heldur þvert á mót,i vegna þess að allir þessir þættir eru til staðar þegar maðurinn setur sér lög.

Þú hlýtur að vera sammála mér í því að við höfum öll rétt á verja okkur sjálf og eignir okkar. Ef þú ræðst á mig eða reynir að stela hjólinu mínu þá hef ég rétt á því að hindra þig við slíkt þ.e. veita þér mótspyrnu, er það ekki? Ef hvert og eitt okkar á rétt á að verja sjálfa okkur, eignir okkar og skapgerði jafnvel með valdi þá hlýtur að vera í lagi að tveir eða fleiri komi sér saman um að verja rétti sinn eða koma fót stofnum sem gerir það fyrir þá. Markmið lagasetningar var og á að vera að tryggja þessi grundvallaréttindi einstaklinga í slíkum lögum er ekki fólgið ofbeldi. Í seinni tíð hafa lög hins vegar verið notið til að hindra athafnafrelsi, eignarétt og bætt við ýmsum gervi réttindum þ.e. valdinu er snúið við gegn einstaklingum en ekki þeim til aðstoðar og það er ofbeldi, slíkt fylgir öllum vinstristefnum enda stefna þeirra að taka af einum til að láta annan fá einungis framkvæmanleg með valdi.

Komum að eignaréttindum. Eign helgast ekki af lögum þó hún geti verið varin með lögum en slíkt er ekki ofbeldi enda lög um rétt frá ofbeldi. Eign er framlenging á hæfileikum okkar, ef þú setur tíma og vinnu í hlut þá skapast eign, hvort sem þú eignast hlutinn sem þú setur þinn tíma og vinnu í eða annan í staðinn t.d. ef um vinnusamning er að ræða. Rétturinn til eignarinnar er síðan varinn með lögum sem gerir öðrum óheimilt að taka hana af þér án lögmætrar kröfu. Eignaréttur er þokkalega vel skilgreindur á Íslandi og ég vísa órökstuddum fullyrðingum þínum á bug, það er lágmark að þú færir einhverjar sönnur á fullyrðingar þínar. Þó það væri ekki nema leiða líkur að þær séu réttar.

Endum þetta á Frjálshyggju, stefnu sem byggir algjörlega á ofbeldisleysi. Í frjálsum samfélögum er menntun hæst í heiminum, minnst stéttarskipting og öruggasta samfélagið að búa í. Fraser Institute gerir árlega könnun á öllum þeim þáttum sem þú nefnir í samhengi við hversu frjálsar þjóðir eru og eftir því sem það er meira frelsi eftir því hefur fólk það betra. Í ófrjálsu samfélagi, þjóðskipulagi vinstrimanna, þarf barefli til að halda fólki niðri en í frjálsu samfélagi byggt á hugmyndum um frjálshyggju nota menn vald einungis til að verja grundvallaréttindi einstaklinga, vald byggt á sjálfsvarnarrétti hvers einstaklings. Um leið og þú snýrð því valdi við ertu kominn í sósíalisma þ.e. tilbúinn að taka eitthvað af einum sjálfum þér eða öðrum til bóta. Frjálshyggja byggir alfarið á frjálsum samskiptum einstaklinga sem fara fram ofbeldislaust. Þú kemst því ekki fjarri sannleiknum en í fullyrðingum þínum um þessa friðsömu stefnu.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.5.2010 kl. 12:33

11 identicon

blank_page

Sönnur á hvaða "órökstuddu fullyrðingum" þarf ég nákvæmlega að færa? Ég sagði að lögin verja rétt til eigna eftir ákveðnum reglum, þarf eitthvað að sanna það? Þetta er umræða um skilgreiningu, skilgreiningar eru ekki fengnar með rökleiðslum og þær er aðeins hægt að hrekja með staðreyndum. Skilgreiningar eru í eðli sínu órökstuddar. Eina niðurstöðu af skilgreiningu á lögum leiddi ég út í svari mínu: Ef lögin eru ósanngjörn getur réttur til eigna skv. þeim talist ósanngjarn. Hvað er nákvæmlega að þessari afleiðingu?

Hvernig getur gjöf eða arfur talist sem eign skv. þinni skilgreiningu?

Ennfremur skaltu athuga þetta dæmi. Maður er nefndur Kristján Arason, hann eignaðist mörghundruð milljónir með því að taka lán og láta aðra borga það án þess að þeir fái neitt í staðinn. Það eru staðreyndir málsins, þetta var allt alveg löglegt, en hvernig geta þessir peningar talist "framlenging á hæfileikum" hans eða "sköpun á eign", það fór engin sköpun fram og engir hæfileikar komu við sögu, nema kannski hæfileikarnir til þeirra blekkinga er þurfti til að láta 7hægri líta út fyrir að vera trauts eignarhaldsfélag. Þessir peningar eru hans eign, samt kemur skilgreining þín hvergi við sögu.

 Og aftur að frjálshyggjunni. Ef þú segir að hún sé algjörlega ofbeldislaus þýðir það að öll viðurlög í frjálshyggjusamfélagi eru ofbeldislaus... engin fangelsi, engar sektir, engar handtökur, eignaupptökur eða inngrip. Að taka mann til fanga og loka hann inni er ofbeldi og eignaupptaka er ofbeldi, sama þótt einhverjar hugmyndir um rétt* séu á bak við. Mér heyrist þú hérna vera að rugla eitthvað saman anarkisma og frjálshyggju, eða þá að þú sért einfaldlega að reyna að taka það besta úr báðum stefnum og hunsa afleiðingarnar.

 *þú segir einmitt "tveir koma sér saman til að verja rétt sinn", en hvað með þá sem hafa aðrar hugmyndir um rétt? Eignaréttur á landi er skýrasta dæmi um hversu misjafnar hugmyndir um rétt menn (já, heilu þjóðirnar skal ég segja þér!) geta haft og hvernig þeir verja hann, skapa hann, með bareflum.

Össur (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 19:39

12 identicon

Nú ertu að reyna að bakka út úr fyrri færslu Össur þar sem þú fullyrðir að lög um eignarétt séu ósanngjörn, ófullkomin og léleg. Fullyrðing þín hefur ekkert með almenna skilgreiningu á lögum að gera. Þá krefjast skilgreiningar röksemdafærslu þ.e. þú leiðir út skilgreininguna.

Gjöf og arfur er hluti af ráðstöfunarrétti á eign. Hvað á að gera við ruggustólinn sem þú smíðar þegar þú deyrð? Er ekki eðlilegt að þitt nánasta fólk fái að njóta afrakstur erfiðis þíns? Þú átt eign og mátt ráðstafa henni eins og þú vilt, innan aðvitað skynsamlegar marka.

Ég átti viðskipti við Kaupþing og treysti þeim banka til að fara með innistæður mínar á ábyrgan hátt. Það var greinilega ekki gert og því hef ég takmarkað traust á þessu fyrirtæki í dag og mun líklega ekki versla við þá í bráð. Bankinn hefur yfirráð yfir ákveðnu fjármunum og kaus að lána Kristjáni Arasyni hluta af því. Var það heimskulegt lán, já en þeirra fé og ekki mitt að dæma þá á annan hátt en að hætta að versla við þá. Ef þú vilt lána róna á Hlemmi 100.000. kr. sem þú líklega færð aldrei aftur er það sönnur á að eignaréttur sé ósanngjarn eða lög um eign ófullkomin og léleg?

Þú spyrð um skilgreiningu mína þá gengur hún vel inn í dæmið með Kristján Arason. Hann fékk LÁN það er á móti þeim peningum sem hann fékk var krafa um endurgreiðslu. Hann taldi sig geta nýtt sína hæfileika til að auka verðgildi eignarinnar meira en vextina af kröfunni. Það að KB hafi síðan fellt kröfuna niður er tap kröfuhafans og seinna mitt tap því ríkið tók þá einstaklega heimskulegu ákvörðun að eigna sér bankann í stað þess að láta hann bara falla.

Frjálshyggja er ofbeldisleysisstefna að því marki er varðar jákvætt frelsi það er til einhvers. Vissulega viðurkenna frjálshyggjumenn sjálfsvarnarrétt eins og ég benti á í síðustu færslu og því rétt sinn að verja sjálfan sig og beita þá sem ganga á grundvallaréttindi viðurlögum. Vinstristefnur, sama hvaða nafni þær eru kallaðar, byggja á ofbeldi þ.e. eina leiðin til að ná stefnu þeirra fram er að beita fólk beinu ofbeldi eða þvingunum.

Frjálshyggja er réttur frá ofbeldi og þvingunum þ.e. þú og ég höfum rétt á því að vera látnir í friði fyrir áreiti annarra á okkar grundvallaréttindi. Tökum dæmi, réttur til þess að tjá sig er byggður á að einhver gefi þér rétt til að tjá þig. Frjálshyggjumenn líta á þetta sem rétt frá því að einhver beiti þig ofbeldi eða þvingunum í þeim tilgangi að hefta þig að tjá þig. Rétturinn er náttúrulegur, grundvallaréttur þ.e. ekki kominn frá einhverjum.

Þú ruglar mikið saman því að skapa eign og verja eign.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband